Þrír sérsveitarmenn hjá lögreglunni í Frankfurt í Þýskalandi voru handteknir eftir átök sem brutust út á vændishúsi í borginni. Mennirnir, sem voru allir staddir í húsinu utan vinnutíma, eru sakaðir um líkamsárás.
Fram kemur í þýska dagblaðinu Bild að þremenningarnir tilheyri sérsveitinni SEK, sem sérhæfir sig í baráttunni við hryðjuverkasamtök. Talsmaður lögreglunnar segir að þeir hafi verið fluttir til í starfi á meðan málið er í rannsókn.
Mennirnir, sem eru 30, 32 og 35 ára gamlir, fóru allir í rauða hverfi Frankfurt í kjölfar skrifstofuteitis. Í vændishúsinu lentu þeir í rifrildi við útkastarana og átök brutust út í kjölfarið. Lögreglan var kölluð á staðinn og voru sérsveitarmennirnir handteknir.