Gríðarlegur áhugi á „besta starfi í heimi“

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að starf, sem er auglýst sem „besta starf í heimi“, skuli vekja mikinn áhuga. Nú þegar hafa mörg þúsund manns sent inn umsóknir og myndbönd til yfirvalda í Queensland í Ástralíu þar sem umsækjendur útskýra hvers vegna þeir eigi skilið að hljóta starfið.

Ferðamálaráð Queensland auglýsti nýverið eftir einstaklingi sem hafi áhuga á því að gerast umsjónarmaður Hamilton-eyju, sem er við Kóralrifið mikla. Sá sem hlýtur starfið fær um 13 milljónir króna fyrir hálfs árs vinnu, sem felst m.a. í því að gefa fiskum að éta, sækja póstinn og halda úti bloggsíðu þar sem athygli er vakin á eyjunni og öllu því sem hún hefur upp á að bjóða. 

Meðal þeirra sem hafa sótt um er grísk kona sem hefur lofað að þvo föt allra Ástrala og tína upp allan kengúruskít fái hún starfið. Þá lét einn Ástrali húðflúra á handlegginn á sér yfirlýsingu um ást sína á Kóralrifinu mikla, svo annað dæmi sé tekið. Þá hafa nokkrir umsækjendur einfaldlega afklætt sig fyrir framan myndavélina.

Ljóst er að margir eru reiðubúnir að leggja ýmislegt á sig til að fá það sem ferðamálaráðið í Queensland kallar „besta starf í heimi“.

„Je minn eini,“ sagði Athony Hayes, framkvæmdastjóri Tourism Queensland, í dag, og brosti um leið. „Hvað höfum við eiginlega gert?“

Hann segir að viðbrögðin hafi farið fram úr björtustu vonum. Um milljón manns hafa heimsótt vefsíðuna þar sem starfið er auglýst, en það var fyrst gert á mánudag. Það reyndist nauðsynlegt að fjölga netþjónum, en síðan hrundi fyrr í vikunni sökum álags.

Að sögn Hayes hóf 10 manna hópur að fara í gegnum um það bil 2.000 myndbandsumsóknir. Hann segir að von sé á tugum þúsunda til viðbótar, en fresturinn til að skila inn umsóknum rennur ekki út fyrr en 22. febrúar nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir