Evrópsk söfn eru fyrri til en Bandaríkjamenn þegar kemur að vaxmyndagerð. Nú hefur verið sett upp vaxmynd af Barack Obama, verðandi forseta Bandaríkjunum í nokkrum borgum Evrópu. Fimm dagar eru þar til hinn raunverulegi Obama tekur við embættinu í Washington.
Á Madame Tussauds safninu í Amsterdam hefur George W. Bush, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verið ýtt til hliðar svo Obama fengi nægt rými. Í Berlín er Obama á milli Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy, á nýjasta vaxmyndasafni Madame Tussauds. Í Lundúnum var vaxmynd af Obama sett upp í dag.