Feðgin berjast um Ástrík

Asterix, öðru nafni Ástríkur
Asterix, öðru nafni Ástríkur

Spjótin standa á Albert Uderzo þessa dagana og hinn 81 árs gamli skapari teiknimyndahetjanna Ástríks og Steinríks á engan kraftadrykk til að styðja sig í baráttunni við andstæðinginn, sem er Sylvie dóttir hans. Hún var ekki ánægð með að faðir hennar seldi hlut sinn í forlaginu Editions Albert René, sem gefur Ástrík út. Nýju eigendurnir sögðu að Uderzo hefði veitt leyfi sitt fyrir því að sögurnar héldu áfram að koma út eftir hans dag.

Silvie Uderzo segir ákvörðunina ganga í berhögg við anda Gallans lágvaxna, Ástríks, sem heldur iðulega aftur af fjölmennum her Rómverja. „Ég berst gegn verstu óvinum Ástríks, mönnum fjármála og iðnaðar,“ segir hún í The Independent. Hún er sannfærð um að Ástríkssögur gerðar af öðrum, verði lélegar.

Uderzo, sem er teiknari, skapaði Ástrík árið 1959 ásamt rithöfundinum René Goscinny. Sögurnar hafa notið gríðarlegrar velgengni. Sögurnar 33 hafa selst í 325 milljónum eintaka víða um heim, á 107 tungumálum og mállýskum. Þá er framleiddur allskyns varningur tengdur sögunum, skemmtigarður fyrir utan París er helgaður Ástríki og félögum og átta kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögunum.

Silvie Uderzo á 40% í Editions Albert René en afganginn á nú útgáfurisinn Hachette Livre, sem keypti 60% af teiknaranum og dóttur Goscinny.

Eftir dauða Goscinny árið 1977 hefur Uderzo bæði skrifað og teiknað sögurnar. Sumir aðdáendur Ástríks hafa haldið því fram að gæðin séu ekki þau sömu í nýjustu verkunum, sem seljast engu að síður vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan