Ríkisstjórn Íraks hefur mistekist að selja lúxussnekkju sem var í eigu Saddams Husseins, fyrrum Íraksforseta. Þrátt fyrir að snekkjan sé ríkulega útbúin, hún getur t.d. skotið eldflaugum og þá er kvikmyndahús um borð, þá hefur enginn viljað greiða uppsett verð, sem er 30 milljónir dala (tæpir 4 milljarðar kr.).
Snekkjan verður dregin aftur til Íraks frá Evrópu. Þess má einnig geta að hún er einnig útbúin sérstakri flóttaleið, eða göngum, sem leiða niður í smákafbát.
Yfirvöld í Bagdad segja að núverandi efnahagsástand í heiminum eigi sök á því hversu illa hafi gengið að finna kaupanda.