Hello Kitty-kisan fræga sættir sig ekki lengur við að skreyta aðeins handtöskur, nestisbox eða flugvélar því nú hefur hún opnað eigin fæðingarspítala í Taívan. Hau Sheng spítalinn er ætlaður konum sem vilja fæða börn í bleiku og bláu umhverfi en það er trú eigandans að kisuumhverfið virki róandi á börn sem foreldra.
Á spítalanum klæðast læknar og hjúkrunarfræðingar bleikum búningum og veggir eru skreyttir fagurbleikum og bláum kisumyndum.
Japanska fyrirtækið Sanrio kynnti Hello Kitty á markaðinn árið 1974 og er það nú eitt sterkasta vörumerki heims því kisan skreytir um 50.000 vörutegundir í 60 löndum.