„Kraftaverkamaður“ fangelsaður

Indónesískur karlmaður var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik. Manninum tókst m.a. að sannfæra forseta landsins, Susilo Bambang Yudhoyono, að hann gæti breytti vatni í eldsneyti,

Dómstóll í Bantul-héraði landsins, sem er á eyjunni Jövu, dæmdi Djoko Suprapto sekann fyrir að hafa platað háskólarektor upp úr skónum, en rektorinn útvegaði Djoko fé til að fjármagna ýmis platverkefni.

Suprapto varð alræmdur á síðasta ári þegar honum tókst að blekkja forseta landsins. Hann sagðist geta náð vetni úr vatni og breytt því í dísílolíu. Hann hét því jafnframt að búa til vélar sem gætu framleitt svokallaða „Bláa orku“.

Vísindamenn á vegum stjórnvalda hafa leitt það í ljós að efnið, sem Djoko á að hafa tekist að búa til úr vatni, hafi verið dísilolía frá ríkisfyrirtækinu Pertamina.

Svikahrappnum tókst að hafa um 12 milljónir kr. af háskólanum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar