„Kraftaverkamaður“ fangelsaður

Indó­nes­ísk­ur karl­maður var í dag dæmd­ur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir fjár­svik. Mann­in­um tókst m.a. að sann­færa for­seta lands­ins, Susi­lo Bam­bang Yudhoyono, að hann gæti breytti vatni í eldsneyti,

Dóm­stóll í Bant­ul-héraði lands­ins, sem er á eyj­unni Jövu, dæmdi Djo­ko Suprapto sek­ann fyr­ir að hafa platað há­skóla­rektor upp úr skón­um, en rektor­inn út­vegaði Djo­ko fé til að fjár­magna ýmis plat­verk­efni.

Suprapto varð al­ræmd­ur á síðasta ári þegar hon­um tókst að blekkja for­seta lands­ins. Hann sagðist geta náð vetni úr vatni og breytt því í dísílol­íu. Hann hét því jafn­framt að búa til vél­ar sem gætu fram­leitt svo­kallaða „Bláa orku“.

Vís­inda­menn á veg­um stjórn­valda hafa leitt það í ljós að efnið, sem Djo­ko á að hafa tek­ist að búa til úr vatni, hafi verið dísi­lol­ía frá rík­is­fyr­ir­tæk­inu Pertam­ina.

Svika­hrappn­um tókst að hafa um 12 millj­ón­ir kr. af há­skól­an­um.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þeir eru margir sem vilja veðja á sköpunarkraft þinn og líða þér eitt og annað þess vegna. Líttu í eigin barm; ekki skamma aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þeir eru margir sem vilja veðja á sköpunarkraft þinn og líða þér eitt og annað þess vegna. Líttu í eigin barm; ekki skamma aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son