Útlán á bókasöfnum í Bandaríkjunum jókst um sjö prósent hjá fullorðnum á seinasta ári og hefur ekki farið svo mikið uppávið í yfir 25 ár eða síðan Listasjóður ríkisins hóf að gera reglulega könnun á útláni bókasafna árið 1982. Í könnuninni var aðeins tekið útlán á skáldsögum, smásögum, leikritum og ljóðum.
Aukningin er mest á meðal ungmenna á aldrinum 18 til 24 ára, en lestur jókst um 9% í þeim aldursflokki frá árinu 2002.
Lesturinn jókst líka hjá báðum kynjum og hefur aukist eða verið stöðugur hjá fullorðnum af öllum menntunarstigum.
Útlán á skáldsögum og smásögum jókst mest en dróst saman í ljóðunum, sérstaklega fór ljóðalestur kvenna minnkandi.
Þessi lestraraukning er mjög jákvæð því hún bendir til jákvæðs félagslegs mynsturs. Þeir sem lesa eru líka þeir sömu og bjóða sig fram í sjálfboðavinnu, fara á listasöfn og íþróttaviðburði og stunda líkamsrækt í meira mæli en þeir sem lesa ekki.