Þriggja ára reykingamaður

AP

Bresk kona hefur verið dæmd í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leyfa 3 ára gömlum syni sínum að reykja.

Málið kom fyrir rétt í bænum Merthyr Tydfil í Wales. Konan, sem er 24 ára játaði sök.

Fjölskylduvinur varð vitni að því þegar drengurinn fékk sér sígarettu og kveikti í. Móðirin var að tala í símann og skipti sér ekki af því hvað drengurinn gerði. Fjölskylduvinurinn tók myndskeið á farsíma sinn af drengnum að reykja og sýndi barnaverndaryfirvöldum í bænum.

Dómarinn sagði, þegar hann kvað upp dóm sinn, að ljóst væri að drengurinn væri háður reykingum og það væri hræðilegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar