Kynlíf í þrívídd

Verður kynlíf í þrívídd næsta æðið?
Verður kynlíf í þrívídd næsta æðið?

Kvikmyndagerðarmaður í Hong Kong áformar að gera fyrstu erótísku þrívíddarkvikmynd sögunnar og vonast þannig til að lokka áhorfendur á ný inn í kvikmyndahús borgríkisins.

Stephen Shiu, forstjóri One Dollar Production, segir í blaðaviðtali að hann muni nota tæknibrellur til að gera ástarsenurnar í kvikmyndinni eins raunsæjar og mögulegt er. 

„Ímyndið ykkur að þið gætuð horft á þær eins og þið sætuð á rúmstokknum" segir hann. 

Myndin á að heita  3D Sex and Zen og byggir lauslega á klassískri kínverskri erótískri sögu frá 17. öld. Shiu segir í viðtalinu að 25-30% myndarinnar verði ástarsenur með mörgum nærmyndum. Hann segir að áhorfendum muni finnast að leikararnir séu aðeins í nokkurra sentimetra fjarlægð ef horft er á myndina með sérstökum gleraugum.

Þá segir hann að klámmyndaleikkonur frá Japan og Taívan muni væntanlega leika í myndinni. Vandamálið sé að finna karlleikara í aðalhlutverkið.   „Það er mun erfiðara að finna karlleikara en leikkonur í svona myndir," segir hann. 

Gert er ráð fyrir að myndin verði tilbúin til sýninga um næstu jól.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar