Ökumaður nokkur í Chemnitz í austurhluta Þýskalands lærði í dag að hraðakstur borgar sig svo sannarlega ekki. Maðurinn missti stjórn á bíl sínum sem ók í gegnum tálma og á lágan hallandi vegg sem virkaði líkt og rampur með þeim afleiðingum að bíllinn fór 35 m upp í lofti áður en hann lendi í kirkjuþaki.
Fremri helmingur bílsins er nú í lofti kirkjunnar en aftari helmingurinn stendur út úr þakinu. Ökumaðurinn er alvarlega slasaður en þó ekki í lífshættu. Verið er að rannsaka hvort hann hafi verið undir áhrifum áfengis.