Sendir fyrr heim til að fjölga sér

12 tíma vinnudagar eru algengir í Japan og sökum þessarar vinnusemi hefur fæðingartíðnin í landinu lækkað. Stjórnvöld hafa leitað til stórfyrirtækjanna í landinu eftir aðstoð við að leysa þennan vanda og nú er starfsmönnum þessara fyrirtækja hleypt snemma heim tvisvar í viku til að eyða tíma með fjölskyldunni - og vonandi stækka hana líka.

Canon er eitt þeirra fyrirtækja sem hleypir starfsfólki sínu fyrr heim og hvetur það eindregið til að eignast börn. Til að viðhalda fólksfjölda Japans þarf fæðingartíðnin að vera 2 börn á fjölskyldu en er nú 1,34. Nú eru ljósin slökkt kl. 17:30 í starfsstöðvum Canon tvisvar í viku en yfirmenn hafa komist að því að þessar breytingar hafa meira í för með sér en að hækka fæðingartíðnina. Nú fækkar yfirvinnutímunum sem flestum fyrirtækjum þykir jákvætt á þessum þrengingartímum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar