Mr. Darcy enn eftirsóttur

Colin Firth í hlutverki Darcys.
Colin Firth í hlutverki Darcys.

Málverk af leikaranum Colin Firth í hlutverki Mr. Darcy hefur verið selt á 12.000 pund í uppboðshúsi í London og tvöfaldaði með því matsverð sitt.

Olíumálverkið er leikmunur úr sjónvarpsþáttunum Pride and Prejudice (Hroki og hleypidómar) sem BBC gerði árið 1995 eftir samnefndri sögu Jane Austen.

Verkinu fylgdi undirritað bréf frá hinum 48 ára Firth þar sem hann segir Mr. Darcy hafa elst betur en flestir.

„Málverkið seldist fyrir tvöfalt matsverð aðeins vegna þess að sjónvarpsþættirnir eiga sérstakan sess í hjörtum áhorfenda, sérstaklega kvenkynsins,“ segir talsmaður uppboðshússins.

Málverkið kemur við sögu í þáttunum þegar Elizabeth Bennet heimsækir Pemberley, sveitasetur Mr. Darcy.

Túlkun Firth á Mr. Darcy tryggði honum sess sem alþjóðlegs kvennagulls og þykir mörgum hann vera hinn eini sanni Darcy. Þættirnir nutu líka og njóta enn mikilla vinsælda og er atriðið þar sem Mr. Darcy gengur upp úr vatni í blautri skyrtu orðið ódauðlegt í hugum margra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan