Ósnortin íbúð frá tímum kommúnistastjórnarinnar kemur í leitirnar

Fáni Austur-Þýskalands.
Fáni Austur-Þýskalands.

Komið hefur í ljós íbúð sem hefur að því er virðist verið algjörlega ósnert frá því fyrir fall Berlínarmúrsins 1989, að því er BBC-vefurinn hefur eftir þýskum fjölmiðlum.

Arkitekt sem vinnur við að gera upp byggingar í austurhluta Þýskalands opnaði útidyrnar að íbúðinni í síðustu viku og var heldur brugðið því engu var líkara en hann hefði borist með tímavél aftur til gamla Austur-Þýskalands.

Svo virðist sem íbúinn hafi yfirgefið íbúðina í flýti því að uppþornaðir brauðsnúðar voru enn í innkaupanetinu. Matvara með vörumerkjum kommúnistatímabilsins vorum um allt eldhúsið.

„Þegar við opnuðum dyrnar leið okkur eins og Howard Carter þegar hann fann gröf Tutankhamun,“ sagði Mark Aretz í samtali við blaðið

Veggdagatal sýndi ágúst 1988 og í eldhúsinu voru tómar flöskur af Vita Cola. Marella smjörlíki, Juwel vindlingar og Kristall vodka.

Borðbúnaður úr plasti og eldhúsáhöld úr áli fylltu svo endanlega upp í myndina af hinu horfna ríki.

Eini erlendi hluturinn í íbúðinni var vestur-þýsk flaska af svitalyktareyði.

Zinkhúðað baðker stóð upp á endann hjá fataskáp. Ekkert salerni var í íbúðinni heldur höfðu íbúarnir haft sameiginlegan aðgang að salerni á stigaganginum.

Samkvæmt frásögn Aretz benda skjöl og bréf í íbúðinni til þess að íbúinn hafi verið 24 ára karlmaður sem átti í útistöðum við yfirvöldin í A-Þýskalandi, og yfirgaf íbúðina í flýti nokkru áður en Múrinn féll í nóvember 1989.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir