Ósnortin íbúð frá tímum kommúnistastjórnarinnar kemur í leitirnar

Fáni Austur-Þýskalands.
Fáni Austur-Þýskalands.

Komið hefur í ljós íbúð sem hefur að því er virðist verið algjörlega ósnert frá því fyrir fall Berlínarmúrsins 1989, að því er BBC-vefurinn hefur eftir þýskum fjölmiðlum.

Arkitekt sem vinnur við að gera upp byggingar í austurhluta Þýskalands opnaði útidyrnar að íbúðinni í síðustu viku og var heldur brugðið því engu var líkara en hann hefði borist með tímavél aftur til gamla Austur-Þýskalands.

Svo virðist sem íbúinn hafi yfirgefið íbúðina í flýti því að uppþornaðir brauðsnúðar voru enn í innkaupanetinu. Matvara með vörumerkjum kommúnistatímabilsins vorum um allt eldhúsið.

„Þegar við opnuðum dyrnar leið okkur eins og Howard Carter þegar hann fann gröf Tutankhamun,“ sagði Mark Aretz í samtali við blaðið

Veggdagatal sýndi ágúst 1988 og í eldhúsinu voru tómar flöskur af Vita Cola. Marella smjörlíki, Juwel vindlingar og Kristall vodka.

Borðbúnaður úr plasti og eldhúsáhöld úr áli fylltu svo endanlega upp í myndina af hinu horfna ríki.

Eini erlendi hluturinn í íbúðinni var vestur-þýsk flaska af svitalyktareyði.

Zinkhúðað baðker stóð upp á endann hjá fataskáp. Ekkert salerni var í íbúðinni heldur höfðu íbúarnir haft sameiginlegan aðgang að salerni á stigaganginum.

Samkvæmt frásögn Aretz benda skjöl og bréf í íbúðinni til þess að íbúinn hafi verið 24 ára karlmaður sem átti í útistöðum við yfirvöldin í A-Þýskalandi, og yfirgaf íbúðina í flýti nokkru áður en Múrinn féll í nóvember 1989.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar