Stór höggmynd af skónum sem blaðamaðurinn Muntadhir al-Zaidi kastaði að George W. Bush, þáverandi forseta, þegar hann heimsótti Bagdad í desember hefur verið afhjúpuð á munaðarleysingjaheimili í Tikrit.
Al-Zaidi var fangelsaður í kjölfarið og bíður nú réttarhalda en í Írak þykir fátt jafnmóðgandi og að kasta skóm í einhvern. Hann er hinsvegar álitin hetja meðal araba og múslima og í desember fóru fram hörð mótmæli þar sem þess var krafist að Al-Zaidi yrði látinn laus.