Vinsælt að nefna eftir Obama

Barack Obama.
Barack Obama. LARRY DOWNING

Það eru ekki tvær vik­ur liðnar síðan Barack Obama sór embættiseið en þegar hef­ur fjöldi gatna og skóla verið nefnd­ur í höfuðið á þess­um fyrsta svarta for­seta Banda­ríkj­anna.

Barack Obama grunn­skól­inn í Hemp­stead, New York, hét áður Ludl­um grunn­skól­inn en stjórn skól­ans ákvað sam­hljóða að breyta nafn­inu til að heiðra for­set­ann. Svo mik­il ákefð ríkti hjá stjórn­inni að hún gat ekki beðið þar til Obama tæki við embætti held­ur var nafn­inu breytt í nóv­em­ber. Skól­inn var því sá fyrsti til að breyta nafn­inu til heiðurs Obama.

Að sögn pró­fess­ors í menn­ing­ar­fræðum er þetta tákn um mikla bjart­sýni en er þó held­ur óvana­legt. „Oft er nöfn­um ekki breytt fyrr en eft­ir að for­set­inn hef­ur látið af embætti og yf­ir­leitt ekki fyrr en eft­ir að hann er lát­inn.“ Nú fyll­ist fólk e.k. nostal­g­íu eft­ir stjórn demó­krata þar sem re­públi­kan­ar hafa stjórnað land­inu sl. 8 ár og get­ur hrein­lega ekki beðið.

Talið er lík­legt að nafn­breyt­ing­ar­hrin­an sé bara rétt að byrja og að fleiri skól­ar og göt­ur verði nefnd­ar eft­ir Obama. Þó telja sum­ir óráðlegt að nefna skóla eft­ir póli­tísk­um leiðtoga sem enn sit­ur í embætti þar sem það gefi í skyn að skól­arn­ir styðji þann leiðtoga. Skól­ar eigi að vera hlut­laus­ir staðir þar sem börn hljóta mennt­un og læra sjálf­stæða hugs­un.

Það eru fáir sem lifa að sjá nöfn sín á op­in­ber­um stofn­un­um. Flug­völl­ur í Texas heit­ir eft­ir Geor­ge H.W. Bush og inn­an­lands­flug­vell­in­um í Washingt­on var gefið nafn Ronalds Reag­an á 87 ára af­mæl­is­degi hans. 

Al­geng­ast er að göt­ur heiti eft­ir Kenn­e­dy, Roosevelt og Washingt­on en á síðast­nefndi dó löngu áður en byrjað var að kenna við hann. Í fyrra var lagt til í San Francisco að nefna hol­ræsa­stöð eft­ir Geor­ge W. Bush, þáver­andi for­seta, en því var hafnað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú hefur í mikinn reynslusjóð að sækja og átt því að vera vel undir erfið verkefni búinn. Vonandi er þér sama þótt augu allra hvíli á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú hefur í mikinn reynslusjóð að sækja og átt því að vera vel undir erfið verkefni búinn. Vonandi er þér sama þótt augu allra hvíli á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason