Vinsælt að nefna eftir Obama

Barack Obama.
Barack Obama. LARRY DOWNING

Það eru ekki tvær vikur liðnar síðan Barack Obama sór embættiseið en þegar hefur fjöldi gatna og skóla verið nefndur í höfuðið á þessum fyrsta svarta forseta Bandaríkjanna.

Barack Obama grunnskólinn í Hempstead, New York, hét áður Ludlum grunnskólinn en stjórn skólans ákvað samhljóða að breyta nafninu til að heiðra forsetann. Svo mikil ákefð ríkti hjá stjórninni að hún gat ekki beðið þar til Obama tæki við embætti heldur var nafninu breytt í nóvember. Skólinn var því sá fyrsti til að breyta nafninu til heiðurs Obama.

Að sögn prófessors í menningarfræðum er þetta tákn um mikla bjartsýni en er þó heldur óvanalegt. „Oft er nöfnum ekki breytt fyrr en eftir að forsetinn hefur látið af embætti og yfirleitt ekki fyrr en eftir að hann er látinn.“ Nú fyllist fólk e.k. nostalgíu eftir stjórn demókrata þar sem repúblikanar hafa stjórnað landinu sl. 8 ár og getur hreinlega ekki beðið.

Talið er líklegt að nafnbreytingarhrinan sé bara rétt að byrja og að fleiri skólar og götur verði nefndar eftir Obama. Þó telja sumir óráðlegt að nefna skóla eftir pólitískum leiðtoga sem enn situr í embætti þar sem það gefi í skyn að skólarnir styðji þann leiðtoga. Skólar eigi að vera hlutlausir staðir þar sem börn hljóta menntun og læra sjálfstæða hugsun.

Það eru fáir sem lifa að sjá nöfn sín á opinberum stofnunum. Flugvöllur í Texas heitir eftir George H.W. Bush og innanlandsflugvellinum í Washington var gefið nafn Ronalds Reagan á 87 ára afmælisdegi hans. 

Algengast er að götur heiti eftir Kennedy, Roosevelt og Washington en á síðastnefndi dó löngu áður en byrjað var að kenna við hann. Í fyrra var lagt til í San Francisco að nefna holræsastöð eftir George W. Bush, þáverandi forseta, en því var hafnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir