Áttburamóðir með börn á heilanum

Áttburamóðirin hafði lýst því yfir að hún vildi eignast 12 …
Áttburamóðirin hafði lýst því yfir að hún vildi eignast 12 börn, en á nú 14. Kristinn Ingvarsson

Bandaríska konan sem eignaðist áttbura fyrr í vikunni á nú alls 14 börn sem hún eignaðist öll með tæknifrjóvgun. Hún er einhleyp og hefur allt frá táningsaldri haft það á heilanum að eignast börn, að sögn móður hennar, Angelu Suleman. AP fréttastofan hefur eftir móðurinni að hún hafi verið mótfallin því þegar dóttir hennar ákvað að nota afganginn af frosnum fósturvísum sem hún átti.

„Þetta getur ekki gengið svona lengur,“ sagði hin margfalda amma í símaviðtali í gær. „Hún á nú þegar sex börn og engan eiginmann. Ég var alin upp í hefðbundnum gildum og trúi á hjónabandið. En hún vildi ekki gifta sig.“ Hin nýbakaða móðir, Nadya Suleman, er 33 ára gömul og dvelur enn á spítalanum í Bellflower í Kaliforníu, ásamt börnum sínum átta sem öll eru við góða heilsu.

Á meðan sér amman um að annast hin börnin sex, sem eru á aldrinum 2 til 7 ára. Hún segist hafa varað dóttur sína við því að þegar hún kæmi heim af spítalanum þá yrði hún farin. Nadya gat ekki eignast börn á hefðbundinn átt vegna ónýtra eggjaleiðara en greip þess í stað til tæknifrjóvgunar. Móðir hennar segir að nú hljóti barnaframleiðslan að taka enda því hún eigi „sem betur fer“ ekki fleiri fósturvísa eftir.

Hún segist hafa leitað til sálfræðings vegna þráhyggju dóttur hennar fyrir að eignast börn þegar hún var táningur. „Í stað þess að gerast leikskólakennari eða eitthvað, þá byrjaði hún að eignast börn, en ekki með hefðbundnum hætti. Samhliða barneignum náði hún sér í háskólagráðu í þroskasálfræði barna og unglinga en þurfti að taka hlé frá mastersnámi vegna áttburanna.

Öll 14 börnin eru getin með sama sæðisgjafa, en ekki hefur verið greint frá því hver hann er. Áttburafæðingin vakti mikla athygli í Bandaríkjunum  enda aðeins í annað skipti sem slíkt gerist. En þegar fréttist að konan ætti 6 börn fyrir og hefði verið í frjósemismeðferð hafa vaknað spurningar um hvað sé siðferðislega rétt í þessum efnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar