Punxsutawney Phil spáir löngum vetri

John Griffiths, opinber múrmeldýragæslumaður Punxsutawney, hefur Phil á loft.
John Griffiths, opinber múrmeldýragæslumaður Punxsutawney, hefur Phil á loft. Reuters

Punxsutawney Phil, frægasta múrmeldýr heims, sá skuggann sinn í morgun þegar hann skreið úr hýði sínu í morgun. Samkvæmt þjóðtrúnni þýðir þetta, að veturinn mun vara í að minnsta kosti einn og hálfan mánuð í viðbót.

Þúsundir ferðamanna fylgdust með því þegar Phil var dreginn út úr hýðinu í bænum  Punxsutawney í Pennsylvaníu. Sérstakir túlkendur athafna múrmeldýrsins lýstu því yfir, að dýrið hefði varpað skugga og því væri vorið ekki í augsýn.

Saga Punxsutawney Phil nær til ársins 1887 en siðurinn er rakinn til þýskrar þjóðtrúar sem segir, að ef múrmeldýr í hýði sínu sjái skugga sinn á kyndilmessu 2. febrúar muni veturinn dragast á langinn. Síðan hefur  Phil séð skuggann sinn 97 sinnum, í 15 skipti hefur hann ekki varpað skugga og ekki eru til skrár um 9 ár samkvæmt upplýsingum frá múrmeldýraklúbbi Punxsutawney.  Orðstír  Phils óx mjög þegar kvikmyndin Múrmeldýradagurinn var gerð árið 1993. 

Þessi þýska þjóðtrú hefur einnig náð til Íslands, ef marka má þessa gömlu vísu:

Ef í heiði sólin sést
á sjálfa kyndilmessu,
snjóa vænta máttu mest,
maður, upp úr þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar