Handteknir fyrir stripl í flugstöð

Alþjóðaflugvöllurinn í Salvador
Alþjóðaflugvöllurinn í Salvador

Tveir þýskir ferðamenn, 64 og 66 ára, voru handteknir á alþjóðaflugvellinum í Salvador í Brasilíu í gær fyrir að hafa fataskipti í biðsal flugstöðvarinnar.

Brasilískur flugfarþegi kallaði til lögreglu þegar hann sá mennina tvo hafa fataskipti í biðsal flugstöðvarinnar, innan um hundruð farþega.

„Ég gekk til þeirra og spurði hvort þeir vildu að aðrir flettu sig klæðum í þeirra viðurvist og jafnvel eiginkvenna og barna. Þeir hlógu bara að mér,“ sagði Paulo Goes, farþeginn sem kallaði til lögreglu.

Mennirnir voru á leið heim til Þýskalands og voru seinir fyrir. Annar hafði rennblotnað í bátsferð skömmu fyrir komuna á flugvöllinn. Hinn hafði kastað upp í bátsferðinni og þurfti að skipta um alklæðnað. 

Lögregla yfirheyrði mennina í tvær klukkustundir fyrir það sem hún kallar klámfengna hegðun. Að sögn lögreglu töldu mennirnir ekkert óeðlilegt við það að skipta um föt fyrir framan mannfjöldann.

Þeim var báðum sleppt að loknum yfirheyrslum og leyft að fara úr landi, gegn því að þeir undirrituðu pappír þar sem þeir lofa að koma aftur til landsins, kalli brasilísk yfirvöld eftir því.

Mennirnir eiga yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi, verði ákveðið að gefa út ákæru á hendur þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir