Í fyrsta fallhlífarstökkinu með látnum leiðsögumanni

Daniel Pharr.
Daniel Pharr. AP

Bund­inn bjarg­ar­laus við deyj­andi leiðbein­anda sinn í fyrsta fall­hlíf­ar­stökk­inu sínu sveif Daniel Pharr í nokk­ur hundruð metra hæð í átt að húsi og nokkr­um trjám.

Herþjón­ust­an hafði kennt þess­um 25 ára gamla her­manni að ör­vænta ekki. Og í sjón­varpi hafði hann séð hvernig unnt var að stýra svíf­andi fall­hlíf með átaks­breyt­ing­um á fall­hlíf­ar­stög­un­um.

Pharr greip því í hægra stagið og togaði til að forðast húsið, togaði aft­ur til að sleppa við trén og lenti heilu og höldnu á akri um hálf­an kíló­metra frá flug­vell­in­um þar sem þeir höfðu átt að koma niður.

Pharr seg­ist hafa rifið sig úr beislisól­un­um sem festu hann við leiðsögu­mann­inn, Georg „Chip“ Steele og hafið á hon­um lífg­un­ar­tilraun­ir. Steele var seinna úr­sk­urðaður lát­inn, en enn verr hefði getað farið: Aðrir leiðbein­end­ur við fall­hlíf­a­stökks­skól­ann sögðu Pharr að hefði hann togað of fast í stög­in hefði fall­hlíf­in orðið stjórn­laus og hann þá held­ur ekki í lif­enda tölu.

„Þeir sögðu mér á eft­ir að það væri undra­vert að ég skyldi vita hvað ég átti að gera. En þetta voru bara ósjálfráð viðbrögð til að lifa af. Ég gerði bara það sem ég varð að gera,“ seg­ir Pharr í viðtali en hann hafði tekið sér frí í gær frá her­stöð sinni, Fort Gor­don, ná­lægt Augusta í Georgíu.

Fall­hlíf­a­stökkið var jóla­gjöf frá kær­ustu Pharr. Þau fóru tvö til fall­hlíf­a­stökks­skól­ans Skydi­ve Carol­ina í Chester á laug­ar­dag til að stökkva úr um 4,100 metra hæð, bund­in við leiðsögu­mann.

Steele, sem var 49 ára að aldri, gaf fyr­ir­mæli meðan flug­vél­in var að hefja sig til flugs. Hann sagði Pharr að fall­hlíf­ar­stökk væri hans líf og yndi enda bú­inn að stökkva meira en 8000 sinn­um.

Þeir fóru síðast­ir um það bil tíu fall­hlíf­ar­stökkvara út úr vél­inni. Pharr naut um mín­útu af frjálsu falli um leið of svalt loftið um­lék þá.

„Hann opnaði hlíf­ina,“ seg­ir Pharr. „Allt varð of­ur­hljótt. Það er drauga­leg þögn þarna uppi. Ég kallaði til hans. „Það er ótrú­legt hvað það er hljótt hér.“ Og hann svaraði á móti eitt­hvað í þessa veru: „Vel­kom­inn inn í mína ver­öld. “

Örfá­ar sek­únd­ur liðu og Pharr spurði leiðbein­anda sinn annarr­ar spurn­ing­ar. Í þetta sinn svaraði Steele ekki. Pharr end­ur­tók spurn­ing­una. Ekk­ert svar.

„Þá leit ég til hans og hann virt­ist vera með meðvit­und en með því að tala við hann rann upp fyr­ir mér að eitt­hvað var að,“ seg­ir Pharr. „Svo á því stigi gerði ég mér grein fyr­ir að ég yrði að gera það sem varð að gera til að kom­ast niður og reyna að hjálpa hon­um.

Tví­menn­ing­arn­ir lentu um hálf­an kíló­metra frá flug­vell­in­um þar sem þeir áttu að lenda og bak við tré sem byrgði áhorf­end­um á flug­vell­in­um sýn. Lífg­un­ar­tilraun­ir Pharr á Steele báru ekki ár­ang­ur.

Þegar sjúkra­liðarn­ir voru komn­ir til að taka við lífg­un­ar­tilraun­un­um bað Pharr þá um að hafa sam­band við kær­ustu sína og móður, sem höfðu fylgst með öllu frá flug­vell­in­um.

Móðir Pharr seg­ir að allt sem þær hafi vitað á þessu stigi hafi verið stutt boð í geng­um tal­stöð þar sem sagði að tví­menn­ing­arn­ir væru komn­ir til jarðar „og það lít­ur ekki vel út.“

„Það var heil ei­lífð“, seg­ir móðirin, Dar­lene Hugg­ins þegar hún var spurð hversu lang­ur tími hefði liðið þar til hún fékk skila­boðin frá syni sín­um um að hann væri heill á húfi. „Nei reynd­ar ekki, ætli að það hafi ekki verið 10, 15 mín­út­ur.“

Bráðabirgðaniður­stöður benda til þess að Steele hafi lát­ist úr hjarta­slagi en krufn­ing átti að fara fram í gær og því hef­ur op­in­ber dánar­or­sök ekki verið gef­in upp.

Pharr vill gjarn­an stökkva á nýj­an leik en allt út­lit er fyr­ir að fyrsta fall­hlíf­ar­stökk hans verði hans síðasta og eina.

„Fjöl­skylda mín hef­ur skipað mér að halda mig á jörðinni hér eft­ir,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son