Ófyndið læknaskop

Breskur læknir er sakaður um að hafa sýnt sjúklingum sínum …
Breskur læknir er sakaður um að hafa sýnt sjúklingum sínum óvirðingu.

Breski læknirinn Kenneth Hines hefur verið ákærður fyrir óviðeigandi og ónærgætin ummæli við sjúklinga, sem telja hann margsinnis hafa farið yfir strikið í skopi sínu.

Telst sumt af því sem Hines sagði líklega frekar undir hreinan dónaskap en tilraun til þess að vera fyndinn.

Þannig spurði hann konu eina hvort hún héldi framhjá manni sínum, en hélt því fram í gríni við aðra, sem vildi vita hvort henni væri óhætt að verða ófrísk, eftir að hafa áður misst fóstur, að það væri í lagi svo lengi sem hún léti ekki eins og hún væri að leika í klámmynd.

Fylgdi með sú ráðlegging að henni bæri ekki að sveifla sér í ljósakórunum á meðan á kynlífinu stæði.

Hines neitar staðfastlega að hafa látið þessi ósmekklegu ummæli falla, en dómstóll hefur mál hans nú til meðferðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar