Táknræn mistök?

Hvernig snýr hann aftur?
Hvernig snýr hann aftur? Reuters

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, varð hinn vandræðalegasti þegar það kom í ljós að breska þjóðfánanum hafði verið snúið á hvolf þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, heimsótti Bretland í vikunni.

Bent hefur verið á það að fánum sé snúið á hvolf þegar skip eigi í vanda. Breskir háðfuglar vilja meina að atburðurinn sé táknrænn hvað varði stöðu efnahagslífsins í Bretlandi um þessar mundir.   

Fáninn, sem gengur undir nafninu Union Jack, var á sínum stað þegar Brown og Wen Jiabao undirrituðu viðskiptasamkomulag á skrifstofu forsætisráðuneytisins í London sl. mánudag.  

Þeir allra skörpustu tóku eftir því að fáni, sem var á borði viðskiptaráðherrans, sneri öfugt.

Í fljótu bragði virðist engu máli skipta hvernig fáninn snýr. Hefðin er hins vegar sú að breiða hvíta röndin, sem hallar á ská og er á efri hluta fánans, snúi að fánastönginni. 

Talsmaður forsætisráðuneytisins hefur viðurkennt mistökin og segir að það verði séð til þess að þetta gerist ekki aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan