Féll 771 sinni á bílprófi

Öldruð kona í Suður-Kór­eu hef­ur fallið 771 sinni á bíl­prófi, að sögn lög­reglu þar í landi. Kon­an seg­ist hins veg­ar ekki ætla að gef­ast upp. 

Að sögn blaðsins Kor­ea Times hef­ur kon­an, sem heit­ir Cha og er 68 ára, tekið bíl­próf nán­ast á hverj­um virk­um degi frá ár­inu 2005.  Hún féll enn einu sinni á próf­inu í þess­ari viku.

„Það renn­ur mér til rifja í hvert skipti sem Che fell­ur. Nái hún próf­inu ein­hvern tím­ann mun ég út­búa skraut­ritað heiðurs­skjal og af­henda henni," hef­ur blaðið eft­ir lög­reglu­manni.

Che er far­and­sali og sel­ur mat og hús­búnað sem hún ekur með á hjól­bör­um. Hún seg­ist   þurfa á bíl­prófi að halda svo hún geti fært út kví­arn­ar í sölu­mennsk­unni. Vanda­málið er að hún nær aldrei skrif­lega hluta prófs­ins. Til þess þarf að fá 60 stig af 100 en Che fær jafn­an á bil­inu 30-50 stig.

Lög­regl­an áætl­ar að Che hafi eytt jafn­v­irði um 420 þúsund króna í að taka bíl­próf.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Að taka áhættu í einhverju sem viðkemur tjáskiptum, er snjallara en kann að virðast í fyrstu. Gættu þess að missa ekki yfirsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Að taka áhættu í einhverju sem viðkemur tjáskiptum, er snjallara en kann að virðast í fyrstu. Gættu þess að missa ekki yfirsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir