Einsemd og sorg þjakar fílinn Susi

Susi í fílabúrinu í dýragarðinum í Barcelona
Susi í fílabúrinu í dýragarðinum í Barcelona AP

Dýraverndunarsamtök í Barcelona á Spáni berjast nú fyrir því að eini fíll dýrargarðs borgarinnar, Susi, verði flutt í þjóðgarð skammt sunnan við borgina. Samtökin segja sorgina vera að yfirbuga Susi, einsemdin sé henni óbærileg en Alicia, 46 ára félagi hennar til margra ára dó í fyrravor.

Susi er 36 ára og fæddist í Afríku. Hún kom í dýragarðinn í Barcelona í september árið 2002 en þá var þar fyrir fíllinn Alicia. Alicia hafði verið í dýragarðinum í Barcelona nær alla sína ævi, kom þangað rúmlega ársgömul árið 1963. Hún hvarf yfir móðuna miklu í febrúar í fyrra.

Susi hefur verið ein síðan í fílabúrinu í dýragarðinum í Barcelona og hefur vart séð til sólar. Dýraverndunarsamtökin Libera haf krafist þess að Susi verði flutt í þjóðgarð ekki langt frá dýragarðinum. Þau segja Susi þjást af þunglyndi, hún sé í alvarlegri lífshættu og geti hreinlega dáið úr sorg.

Verði Susi flutt í þjóðgarðinn muni hún hins vegar fá félagsskap og öðlast hamingju á ný.

Engin viðbrögð hafa fengist frá borgaryfirvöldum eða stjórnendum dýragarðsins vegna krafna dýraverndunarsinna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan