Bara 631 ár eftir

Kirkjuorgelið sem tónverkið er leikið á.
Kirkjuorgelið sem tónverkið er leikið á.

Sjöundi tónninn var í dag leikinn á kirkjuorgel í þýska bænum Halberstadt í tónverki, sem byrjað var að flytja árið 2001 og áætlað er að ljúki eftir 631 ár.

Tónverkiðð er eftir bandaríska tónskáldið John Cage og heitir Orgel²/ASLSP eða Orgel í 2. veldi/Eins hægt og unnt er.  Flutningur verksins hófst árið 2001 á því að orgelleikarinn steig fótstig orgelsins og blés lofti í belginn. Fyrstu þrír tónarnir voru síðan leiknir 5. janúar 2003. Lokanótan verður slegin árið 2639 ef allt gengur að óskum.

Verkið í Halberstadt er leikið á sérsmíðað orgel þar sem nótunum er haldið niðri með lóðum og nýjum orgelpípum verður bætt við orgelið eftir þörfum.

Cage gerði ráð fyrir að verkið tæki um 20 mínútur í flutningi en þegar ákveðið var að flytja verkið í kirkjunni í Halberstam fór fram mikil umræða um það í Þýskalandi hvernig túlka bæri fyrirmælin: Eins hægt og unnt er. Sumir töldu að það gæti þýtt frá degi til hins óendanlega. Á endanum tóku tónlistarsérfræðingar og orgelsmiðurinn þá ákvörðun að flytja verkið á 639 árum til að minnast þess að svonefnt Blockwerk orgel var smíðað í Halberstam árið 1361.

„Bakgrunnurinn er heimspekilegur," sagði Georg Bandarau, kaupsýslumaður sem leggur lið stofnuninni sem skipulagði tónleikana löngu. „Á þessum erilsömu tímum er gott að finna kyrrðina í hægðinni. Eftir 639 ár munu þeir hugsanlega búa við fullkominn frið."

Flutningur verksins hófst 5. september 2001, daginn sem Cage hefði orðið 89 ára en hann lést árið 1989.  Cage fæddist í Los Angeles árið 1912 og hafði mikil áhrif, bæði sem tónlistarmaður og hugsuður. Hann samdi Organ2/ASLSP fyrir píanó árið 1985 en endurútsetti það fyrir orgel tveimur árum síðar. Af öðrum verkum Cages má nefna 4'33 en þegar það verk er leikið er alger þögn í 4 mínútur og 33 sekúndur. Nokkrar af þekktustu hljómsveitum heims hafa flutt það verk.

Vefur um tónleikana

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir