Berrassaðir á reiðhjóli

Búast má við því að einhver kantónubúinn fengi hland fyrir …
Búast má við því að einhver kantónubúinn fengi hland fyrir hjartað mætti hann þessu hjólreiðagengi. Reuters

Naktir fjallareiðhjólamenn í svissnesku kantónunni Appenzell-Innerrhoden, eiga í framtíðinni á hættu að fá sekt upp á 200 svissneska franka, eða rúmlega 19 þúsund krónur, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

Það hefur verið sérstaklega vinsælt meðal þýskra ferðamanna að hjóla berrassaður í svissnesku ölpunum en þetta athæfi hefur farið sérstaklega fyrir brjóstið á íbúum Appenzell-Innerrhoden kantónunnar, sem þekktir eru fyrir íhaldssaman hugsunarhátt. Kantónan er með fæsta íbúana í Sviss en þar fengu konur ekki kosningarétt fyrr en árið 1990. „Við verðum að vernda börn okkar fyrir þessari siðlausu hegðun," er haft eftir Melchior Looser, yfirmanni dóms- og lögreglumála í kantónunni.

Lögreglu tókst að grípa einn kviknakinn hjólamann glóðvolgan í september síðastliðnum. Sá var reyndar Svisslendingur, 44 ára gamall og var ákærður fyrir ósæmilega hegðun á almannafæri. Ekki er enn búið að dæma í málinu en þessi seinagangur í kerfinu hefur þrýst á stjórnvöld til að koma fram með fljótvirkari aðferð við að takast á við vandamálið.

Ekki er ljóst hvar hinir nöktu hjólreiðamenn eiga að hafa féð á sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka