Lögregla lumbrar á dreka

Drekadansin er hefðbundinn hluti hátíðarhalda er marka enda nýársfrís kínverja.
Drekadansin er hefðbundinn hluti hátíðarhalda er marka enda nýársfrís kínverja. Reuters

Þrír kínverskir lögregluþjónar og yfir tíu óbreyttir borgarar slösuðust í átökum eftir að lögregla reyndi að stöðva hefðbundinn drekadans á götum í Dejang á sunnudag.

Yfirvöld í bænum, sem er í suðvesturhluta Guizhou héraðs bönnuðu drekadansinn í miðbæ Dejang af öryggisástæðum og var dönsurum eingöngu heimilt að troða upp í úthverfum.

Æfingar tuga drekadansara voru stöðvaðar á sunnudag og fóru þeir þá í stjórnsýslubyggingu bæjarins þar sem átök brutust út milli þeirra og lögreglu eftir að þeir gerðu tilraun til að dansa drekadansinn í mótmælaskyni.  

Yfir 2000 manns voru á staðnum við mótmælin. Ofbeldið braust út þegar lögregla reyndi að stöðva dansinn.

Drekadansinn er hefðbundinn hluti hátíðarhalda í enda nýársfrís Kínverja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir