„Bush er látinn“ - mistök í beinni

George W. Bush er sprækur sem lækur.
George W. Bush er sprækur sem lækur. Reuters

Sjónvarpsstöð í Suður-Afríku birti fyrir mistök fréttatilkynningu þess efnis að George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, væri látinn. Bush er hins vegar sprelllifandi.

Í um þrjár sekúndur birtist textinn „George Bush er látinn“ á fréttaborða í fréttatíma stöðvarinnar ETV News.

Mistökin áttu sér stað þegar tæknimaður ýtti á rangan hnapp sem varð til þess að textinn sást í beinni útsendingu. Hann ætlaði hins vegar að ýta á prufuhnapp, þ.e. textinn átti aldrei að birtast enda um prufu að ræða.

Forsvarsmenn stöðvarinnar segja að héðan í frá verði prufuborðarnir með bulltexta.

Mistökin urðu þegar einn af yfirmönnum stöðvarinnar vildi sjá hvernig fréttatextinn myndi birtast á skjánum.

Málið hefur vakið mikla athygli í Suður-Afríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir