Sérsveitin stöðvaði kúrekapartí

Kántrípartí geta verið hressandi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Kántrípartí geta verið hressandi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. AP

Bresk hjón, sem buðu vinum sínum í grímupartí þegar þau ákváðu að endurnýja brúðkaupsheitin, vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar vopnaðir lögreglumenn voru allt í einu mættir á svæðið. 

Roy og Val Worthington höfðu látið lögregluna í Leicesterskíri vita af því að þau ættu von á um 80 gestum í veisluna. Þema teitisins var villta vestrið og því létu þau lögregluna vita að fólkið yrði með kúrekahatta og leikfangabyssur í tilefni dagsins.

Þrátt fyrir þetta þustu vopnaðir lögreglumenn, sem voru einnig í skotheldum vestum, á svæðið þegar teitið stóð sem hæst á krá í Castle Donington sl. laugardagskvöld.

 „Einhver hafði hringt [í lögregluna] og látið vita af manni sem gengi um Donington vopnaður byssum,“ segir Val Worthington. „Ég býst við að þeir hafi brugðist rétt við, en þetta var samt fullmikið af því góða,“ segir hún.

Lögreglan í Leicesterskíri segir hins vegar að hún verði að taka allar slíkar tilkynningar alvarlega.

„Fólk verður að muna að það er ólöglegt að vera með byssu á sér, hvort sem það er alvöru vopn eða eftirlíking, á almannafæri. Og það ætti að hafa þetta í huga þegar það mætir á grímuball,“ segir talsmaður lögreglunnar.

„Þetta getur skotið fólki skelk í bringu og þetta getur jafnframt leitt til handtöku eða ákæru.“

Skammbyssur hafa verið bannaðar í Bretlandi frá 1997.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir