Norður-kóreskir ríkisfjölmiðlar segja frá óvenjulegu náttúrufari í landinu og tengja það væntanlegum afmælisdegi Kim Jong-Il, leiðtoga landsins, sem verður 68 ára um helgina.
Norður-kóreska fréttastofan sagði, að rosabaugur hefði sést um tunglið á næturhimninum og lýst hann upp og blóm væru byrjuð að springa út á Paekdutindi, hæsta fjalli á Kóreuskaga. Þetta væri vegna væntanlegs afmælis Kims.
Fjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa áður skýrt frá óvenjulegum atburðum, sem gerast í tengslum við afmælisdag leiðtogans.