Fjörtíu prósent bandaríkjamanna hafa farið á stefnumót með félaga af skrifstofunni sinni. 31 prósent þessara stefnumóta enduðu með hjónabandi.
Þetta sýnir ný bandarísk rannsókn sem Reuters greinir frá. Tíu prósent aðspurðra vinna með einhverjum sem þeir vildu gjarnan fara á stefnumót með og 18 prósent hafa farið tvisvar eða oftar á stefnumót með sama starfsfélaga sínum.
Nokkuð ólík hlutföll voru milli kynja þeirra sem höfðu augastað á kollegum sínum því 14 prósent karla en aðeins 5 prósent kvenna fýstu í stefnumót með vinnufélaga.
Af þeim sem fóru á stefnumót með vinnufélaga á síðasta ári hafði þriðjungur farið með einhverjum í hærri stöðu en þeir sjálfir. Af þeim höfðu 42 prósent farið út með yfirmanni sínum.
Nærri þrír fjórðu aðspurðra sögðu að þeir hafi ekki þurft að halda sambandinu leyndu en sjö prósent höfðu yfirgefið vinnustaðinn vegna sambandsins.
Rúmlega átta þúsund fullorðnir svöruðu spurningunum í rannsókninni en skekkjumörk hennar eru sögð vera 1,09 prósent.