Biskup með synina á strompnum

Það er gott fyrir börn að lesa...bara ekki uppi á …
Það er gott fyrir börn að lesa...bara ekki uppi á strompi. Reuters

Breskur biskup var í vikunni handtekinn fyrir að hjálpa tveimur barnungum sonum sínum að tylla sér ofan á reykháfinn á húsi fjölskyldunnar. Þangað vildu drengirnir komast til að lesa bók í því skyni að vinna keppni í skólanum um hver gæti stundað lestur á óvenjulegasta staðnum.

Jonathan Blake, sem er 52 ára og biskup í Opnu biskupakirkjunni, tók myndir að sonum sínum Nathan, sem er átta ára og Dominic sem er sjö, þar sem þeir sátu ofan á strompinum á tveggja hæða húsi fjölskyldunnar, sem er í suðausturhluta London. Strákarnir sátu þar og lásu í rólegheitunum bókina „Morðbrókina" (e. The Killer Underpants) og vonuðust að með því myndu þeir sigra í ofangreindri keppni.

Sérann var handtekinn eftir að nágranni gerði lögreglunni viðvart og var honum ekið í fangabíl niður á lögreglustöð þar sem honum var haldið á bak við lás og slá fram á næsta dag.

„Ég var færður út úr húsinu í járnum fyrir framan allt hverfið meðan börnin mín grétu," sagði Blake í samtali við Reuters fréttastofuna í gær. „Mér var haldið í klefanum án þess að fá nokkrar upplýsingar um hvað væri að gerast. Mér blöskrar og trúi þessu ekki. Ég hefði ekki aldrei getað ímyndað mér að þetta gæti gerst."

Hann bætti því við að börnin hefðu verið í öryggisbandi og farið upp á reykháfinn frá flötu þaki aftan við húsið. Blake hyggst senda formlega kvörtun til lögreglunnar vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar