Leita að maka fyrir Roxy

Mörgæsin Roxy er eina mörgæsin sem ekki hefur gengið út í dýragarðinum í Lundúnum. Roxy, sem er fjögurra ára gömul, nýtur mikilla vinsælda meðal gesta í garðinum og hefur hún fengið sérstakan póstkassa undir öll Valentínusarkortin sem hún fær. Hún er einnig með síðu á MySpace og safnar að sér vinum þar.

En svo virðist sem Roxy standi á sama um að vera án maka því þegar reynt var að koma henni í kynni við karlkynsmörgæs þá sýndi hún honum engan áhuga. 

Vefur Roxy á MySpace

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar