Hver er pabbinn?

Þessi mynd birtist í breskum fjölmiðlum af Alfie Patten ásamt …
Þessi mynd birtist í breskum fjölmiðlum af Alfie Patten ásamt Maisie „dóttur sinni“.

Það vakti heimsathygli nýverið þegar fréttir bárust af því að 13 ára gamall drengur, Alfie Patten, hefði eignast dóttur með 15 ára gamalli stúlku í Bretlandi. Nú hefur 16 ára gamall piltur, Richard Goodsell, lýst því yfir að hann eigi barnið, ekki Patten.

Goodsell heldur því fram að hann hafi margsinnis sængað með stúlkunni á þriggja mánaða tímabili, eða á þeim tíma sem hún varð ólétt. Hann krefst þess að gangast undir DNA-próf svo hann geti sannað mál sitt.

Það vakti heimsathygli í síðustu viku þegar Chantelle Steadman og Alfie Patten greindu fjölmiðlum frá sögu sinni. Þau hétu því að þau myndu verða góðir foreldrar. Litla stúlkan er aðeins nokkurra daga gömul.

Breska götublaðið News of the World greinir svo frá því að þriðji pilturinn komi jafnvel til greina, hinn 14 ára gamli Tyler Barker.

Svo virðist sem að Steadman hafi sofið hjá allt að átta drengjum á sama tímabili og hún varð ólétt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar