Missti af vélinni og „kúlið“ um leið

Frá Hong Kong.
Frá Hong Kong. Reuters

Eitt vin­sæl­asta mynd­skeiðið á YouTu­be er af kín­verskri konu sem var of sein í flug. Hún missti af vél­inni og í fram­hald­inu missti hún gjör­sam­lega stjórn á skapi sínu á alþjóðaflug­vell­in­um í Hong Kong. At­vikið var myndað í bak og fyr­ir og hef­ur verið sett á vef­inn.

Kon­an, sem er á miðjum aldri, sést æða í átt­ina að ör­ygg­is­verði við brott­far­ar­hliðið. Svo heyr­ist hún öskra og veina úr sér lung­un. Þetta stend­ur yfir í um þrjár mín­út­ur. 

Hún leggst á jörðina og þá reyn­ir eldri maður, sem var henni sam­ferða, að fá hana til að standa á fæt­ur. Þá öskr­ar hún: „Ég vil fara, ég vil fara.“

Flug­fé­lagið Cat­hay Pacific var hins veg­ar búið að loka vél­ar­h­urðinni og búið að fjar­lægja far­ang­ur­inn henn­ar. Hún fékk því ekki að fara til San Francisco líkt og til stóð.

„Ekki vera svona æst, ekki vera í svona miklu upp­námi,“ heyr­ist svo starfsmaður flug­fé­lags­ins segja við hana. At­vikið átti sér stað fyrr í þess­um mánuði, seg­ir á frétta­vef Reu­ters.

At­vikið má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Hafðu þitt á hreinu áður en þú hefur upp raust þína um menn og málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Mundu að hlutirnir eru ekki bara hvítir eða svartir. Hafðu þitt á hreinu áður en þú hefur upp raust þína um menn og málefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell