Flugstjóri hjá norræna flugfélaginu SAS var fjarlægður úr stjórnklefa flugvélar og annar settur í hans stað eftir. Ástæðan var sú, að flugstjórinn virtist ekki vita hvert ferðinni var heitið þegar hann ávarpaði farþegana.
Danska flugmálafréttabréfið Travel People segir, að flugstjórinn hafi beðið farþega velkomna í flugið til Lundúna. Hann sagði síðan frá veðrinu í Lundúnum. Það var allt gott og blessað en hængurinn var sá, að ferðinni var heitið til Óslóar.
Farþegarnir hlustuðu undrandi á þegar flugstjórinn hélt áfram að veita frekar ruglingslegar upplýsingar um Lundúni. Skyndilega kom aðstoðarflugmaðurinn í hljóðnemann og skýrði frá því að flugstjórinn hefði veikst, að flugvélin væri á leið til Óslóar og brátt kæmi nýr flugstjóri í vélina.
Fyrir hálfum mánuði komu farþegar í rússneskri flugvél í veg fyrir að flugmaður, sem virtist vera drukkinn, sæti við stjórnvölinn.