Þýskur fjármálamaður tapaði meira en tíu þúsund evrum eða tæplega einni og hálfri milljón króna, eftir að hann gleymdi plastpoka sem evrurnar voru í á almenningssalerni. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.
Þýska lögreglan greindi frá því að maðurinn tók með sér peningana þegar hann létti á sér á salerni í þjónustustöð við hraðbrautina nærri Haiger í vestur Þýskalandi. Að því loknu ók hann á braut.
Ekki er ljóst hvenær maðurinn gerði sér grein fyrir því að hann hefði gleymt peningunum á klósettinu, en þegar hann snéri við til að gá að þeim voru þeir horfnir.