Pólskur umferðarníðingur veldur usla

Hr. Prawo Jazdy fékk að líta marga sektarmiðana.
Hr. Prawo Jazdy fékk að líta marga sektarmiðana. AP

Írska lögreglan hefur nú loks ráðið gátuna um pólskan síbrotamann sem var sektaður 50 sinnum fyrir umferðarlagabrot en þar sem hann var alltaf skráður á nýtt og nýtt heimilisfang náðist aldrei í hann.

Gátan leystist eftir að glöggur lögreglumaður áttaði sig á því að nafn síbrotamannsins þýddi „ökuskírteini“ á pólsku.  

Reuters fréttastofan greinir frá því að minnisblaði írsku lögreglunnar hafi lekið í írska fjölmiðla. Þar komi fram að þegar umferðarlögreglumenn tóku niður upplýsingar um pólska ökumenn sem höfðu brotið af sér í umferðinni skráðu þeir fyrir mistök nafnið „Prawo Jazdy“ sem stóð efst á ökuskírteinunum.

Í raun þýðir „Prawo Jazdy“ einfaldlega „ökuskírteini“ á pólsku. Segir í minnisblaðinu, sem er frá því í júní árið 2007, að það sé hálfpínlegt að uppgötva að kerfið hafi skapað Prawo Jazdy sem einstakling með yfir 50 umferðalagabrot á bakinu.

Talsmaður írsku lögreglunnar neitar að tjá sig um málið.

Um 200 þúsund Pólverjar freistuðu gæfunnar á Írlandi meðan að efnahagslíf þar var í blóma en könnun sem gerð var í nóvember síðastliðnum sýnir að þriðjungur þeirra ráðgerir nú að snúa til baka vegna kreppunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir