Milljarðar birtust á reikningnum

Sænskri konu brá nokkuð í brún þegar hún var að fara yfir bankareikninginn sinn í gær og sá að inni á honum voru rúmlega 10 milljarðar sænskra króna, jafnvirði 130 milljarða króna.

Fram kemur á fréttavef Göteborgs-Posten, að Cornelia Johansson hafi séð upphæðina á reikningnum þegar hún fór inn í netbankann sinn til að greiða reikninga.

„Það stóð í skýringum, að upphæðin hefði verið lögð inn á reikinginn til að leiðrétta kreditkortafærslu," sagði  Daniel Höglund, unnusti Johansson, við blaðið.

Upphæðin var enn óhreyfð á reikningnum í morgun en nokkrum klukkustundum síðar hvarf hún á jafn dularfullan hátt og hún birtist. 

Talsmaður Nordeabanka, stærsta banka Norðurlandanna, sagði síðar, að um hefði verið að ræða tæknileg mistök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir