Óheppileg nöfn

Þau eru misjöfn nöfnin sem fólk fær á unga aldri.
Þau eru misjöfn nöfnin sem fólk fær á unga aldri. Kristinn Ingvarsson

Hópur áhugamanna í Bretlandi hefur nýlokið rannsókn á óheppilegustu mannanöfnum landsins. Hópurinn, sem starfar á TheBabyWebsite.com, fletti gegnum símaskrár og fann nöfn á borð við Justin Case, Mary Christmas, Stan Still og Terry Bull.

Nöfnin virðast við fyrstu sýn eðlileg en séu þau sögð upphátt hljóma fyrrnefnd nöfn eins og Bara til öryggis, Gleðileg jól, Stattu kyrr og Hræðilegur.

Hópurinn segir að sum nöfnin virki eins og lélegir brandarar en ljóst sé að til sé fólk sem beri þau. T.d. sé til Barb Dwyer (gaddavír), Anna Sasin (leigumorðingi), Carrie Oakey (karókí), Tim Burr (timbur), Jo King (grín) og Barry Cade (víggirðing eða vegartálmi).

Hinn 76 ára gamli Stan Still, sem var í Konunglegu flugsveitinni (RAF) á sínum yngri árum, segir nafn sitt hafa reynst sér fjötur um fót alla ævi. „Þegar ég var í RAF var yfirmaður minn vanur á hrópa: 'Stan Still, drífðu þig áfram,' og hlæja mikið. Það varð afskaplega leiðingjarnt.“

Ekki eru þó allir óánægðir með nafnið en Rose Bush (rósarunni) segir að sér þyki afskaplega vænt um nafnið. „Ég fæ stöðugt athugasemdir um það en þær eru alltaf mjög jákvæðar.“

Hópurinn skoðaði líka bandarískar símaskrár og fann nöfn á borð við Bill Board (auglýsingaskilti) og Anna Prentice (lærlingur). Þá báru sumir nöfn sem fela í sér starfsheiti þeirra, t.d. Dr. Leslie Doctor, Dr. Thoulton Surgeon og Les Plack en nafn þessa síðastnefnda, sem er tannlæknir, hljómar eins og tannsteinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir