Nektarhátíðin, eða eins og hún heitir á frummálinu hadaka matsuri, er fyrir löngu orðin hefð við Mimusubi-hofið í Yotsukaido í Japan. Þar leggjast menn á bæn og biðja um góða uppskeru og að gæfan verði með þeim.
Japanskir karlar, íklæddir engu nema lendarskýlum, taka meðal annars upp á því að ærslast í drullu.
Hátíðin, sem er aldagömul, er tileinkuð guðunum sem ráða yfir hrísgrjónaökrunum. Talið er að hún hafi verið hluti af undirbúningi bænda fyrir sáningu, eftir að þeir höfðu verið að mestu leyti innandyra yfir vetrartímann.