Efnafræðingurinn Georg Steinhauser hefur leyst leyndardóma naflalónnar eftir þriggja ára rannsóknir. Steinhauser fann út að lóin festist í ákveðinni tegund hörundshára sem svo draga lóna inn í naflann.
Steinhauser komst að þessarri niðurstöðu eftir að hafa rannsakað 503 tegundir naflalóar úr eigin nafla. Efnagreining leiddi í ljós að lóin er ekki bara úr bómull heldur samanstendur jafnframt af húðflögum, fitu, svita og ryki.
Steinhauser mælir með því að fólk raki á sér naflann vilji það halda honum lóarlausum, en rakstrinum yrði þá að viðhalda. Hann mælir einnig með því að fólk klæðist gömlum fötum sem síður gefa frá sér ló. Ný föt geti misst allt að því einum þúsundasta af þyngd sinni inn í naflann á einu ári. Einnig geti naflaskraut ýtt ló út úr naflanum.