Það eitt að gefa grænmeti svöl nöfn getur fengið börn til að borða meira af því. Samkvæmt nýrri könnun sem framkvæmd var á 186 fjögurra ára börnum, reyndust þau borða tvöfalt meira af gulrótum þegar þær voru kallaðar ofursjónar-gulrætur.
Börnin héldu áfram að borða helmingi meira af gulrótum í framhaldinu jafnvel þó ekki væri haldið áfram að nefna þær neitt sérstakt. „Svöl nöfn gera matinn svalan,“ segir Brian Wansink frá Cornell háskóla, sem stóð að rannsókninni. „Hvort sem það eru ofurbaunir eða risaeðlu-brokkolítré, þá virðist það fá börn til að hafa gaman af því að borða grænmetið,“ segir Wansink.