65% ljúga um lestur

mbl.is/Þorvaldur

Í NÝRRI skoðanakönnun sem gerð var í Bretlandi í sambandi við Heimsdag bókarinnar, sem var í gær, svöruðu 65% aðspurðra játandi er þeir voru spurðir að því hvort þeir hefðu nokkru sinni sagst hafa lesið bók sem þeir höfðu ekki lesið. 42% aðspurðra sögðust einhvern tíma hafa ranglega sagst hafa lesið skáldsöguna 1984 eftir George Orwell, 31% sögðust hafa lesið Stríð og frið eftir Leo Tolstoy, án þess að hafa lesið hana, 25% höfðu logið að þeir hefðu lesið Ulyssess eftir James Joyce og 24% að þeir hefðu lesið Biblíuna.

33% segjast aldrei hafa logið til um lestur á bókum.

Samkvæmt The Guardian leiddi könnunin einnig í ljós að margir eru óþolinmóðir við lestur og fletta hratt yfir kafla til að komast sem fyrst að endinum og að margir hirða ekki vel um bækurnar – 62% aðspurðra brjóta upp á horn blaðsíða til að merkja hvert þeir eru komnir.

Rowling vinsæl

Þegar fólk var beðið að nefna höfunda sem það kynni vel að meta nefndu 61% J.K. Rowling og 32% John Grisham. Þá viðurkenndu 48% að hafa keypt bók til að gefa öðrum, en hafa lesið hana fyrst sjálf.

14% viðurkenndu að hafa skrifað eða krotað í bókasafnsbækur.

„Ég vann í bókasafni og bækur koma oft inn í hræðilegu ásigkomulagi. Þá er nú betra að fólk brjóti upp á horn en að fá inn bók eftir Tolstoy sem skurðstofusokkur lafir út úr,“ segir einn viðmælenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir