Kvennabósi fyrir rétt

Susanne Klatten
Susanne Klatten

„Ég lifi á peningum sem þessar konur gefa mér," sagði Helg Sgarbi, sem gengur undir nafninu „svissneski kvennabósinn", þegar hann var yfirheyrður af lögreglu árið 2001. En á mánudag hefjast réttarhöld yfir Sgarbi í München í Þýskalandi fyrir að hafa kúgað fé úr fjölda ríkra kvenna. Er talið að afrakstur hans nemi milljónum evra.

Sgarbi vegnaði vel við að tæla ríkar konur hér á árum áður en svo virðist sem hann hafi orðið of gráðugur er hann reyndi að kúga fé af erfingja BMW bílaveldisins, Susanne Klatten.

Ef hann verður fundinn sekur um að hafa kúgað fé út úr konunum þá á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. 

Samkvæmt upplýsingum frá saksóknaraembættinu í München kynntist Sgarbi Klatten, en auðæfi hennar eru metin á 13 milljarða Bandaríkjadala, í heilsulind í Austurríki í júlí 2007. Í fyrstu hafnaði hún ástleitni hans, en hún er gift þriggja barna móðir, en þegar hann kom henni að óvörum þar sem hún var í leyfi í Suður-Frakklandi nokkru síðar hófu þau ástarsamband. 

Í lok ágúst áttu þau ástarfund á Holiday Inn hóteli í München og myndaði kvennabósinn bólfarir þeirra án hennar vitundar. Í september það sama ár hittust þau að nýju á sama hóteli en þá sagðist Sgarbi vera í brýnni fjárþörf þar sem hann hafi keyrt á litla stúlku í bílslysi á Flórída í Bandaríkjunum. Bað hann Klatten að lána sér sjö milljónir evra. Klatten tók orð hans trúanleg og lét hann fá peningana. En þegar Sgarbi fór fram á að hún myndi yfirgefa eiginmann sinn fyrir sig og lagði um leið til að hún myndi stofna sjóð þeim til handa, það er fyrir Sgarbi og Klatten, upp á 290 milljónir evra, til þess að þau gætu hafið nýtt líf, færðist Klatten undan og sleit sambandinu við kvennabósann. En þá færðist fjör í leikinn og Sgarbi hótaði að senda myndir af bólförum þeirra til fjölmiðla og eiginmanns hennar. Hann lét ekki staðar numið þar og krafði hana um 49 milljónir evra gegn því að hann myndi eyða myndunum. Að vísu lækkaði hann kröfuna síðar í 14 milljónir evra og gaf Klatten frest til 15. janúar 2008 til að verða við kröfum hans. Sgarbi til allar óhamingju lét hún lögreglu vita og var hann handtekinn.

En Klatten var ekki eina fórnarlamb Sgarbi því samkvæmt þýska tímaritinu Stern var hann yfirheyrður af lögreglunni í Genf í Sviss árið 2001 vegna kæru fyrrum „unnustu", greifaynjunnar Verena du Pasquier-Geubels, sem er fimmtíu árum eldri en kvennabósinn. Greifaynjan sem meðal annars á kastala við Genfarvatn, hitti Sgarbi fyrst í maí 2001 er hún var 81 árs að aldri. Hófust kynni þeirra á því að hann sendi þrjár rauðar rósir að borði hennar á lúxushóteli í Monte Carlo. Ekki fara frekari sögur af sambandi þeirra en hún dró kæruna til baka eftir að hann endurgreiddi henni 20 milljónir svissneskra franka af þeirri fjárhæð sem hann náði að tæla frá henni.  Á þessum tíma gekk kvennabósinn undir nafninu Russak, en sama ár og greifaynjan lést, árið 2002, breytti hann nafni sínu í Sgarbi.

Samkvæmt gögnum saksóknara hefur hann leikið sama leikinn ítrekað, það er að biðja konur um lán vegna þess að hann hafi ekið yfir barn og slasað það. Í einu tilviki kúgaði hann 1,5 milljón evra út úr konu til þess að greiða mafíunni. Áður hafði hann haft af konunni eina milljón evra.  Tók konan lán til þess að greiða Sgarbi hjá UBS bankanum í Sviss og afhenti honum féð á lestarstöð í febrúar 2007. „Hann hafði ekki einu sinni fyrir því að þakka fyrir sig," hefur Stern eftir konunni.

Upplýsingar um Klatten á Wikipedia

Blogg um Sgarbi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir