Farsímar bannaðir

Farsímar eru ekki leyfðir í skólum í Tajikistan frá og …
Farsímar eru ekki leyfðir í skólum í Tajikistan frá og með deginum í dag. Reuters

Yfirvöld í Mið-Asíuríkinu Tajikistan hafa bannað öllum nemendum, allt frá grunnskólabörnum til háskólastúdenta, að nota farsíma í skólunum. Þetta er gert í þeim tilgangi að efla og bæta menntunina.

„Það er gripið til þessara aðgerða til að auka gæði kennslunnar í skólunum,“ segir embættismaðurinn Dodikhudo Saimutdinov að lokinni atkvæðagreiðslu í þinginu.

Þeir sem brjóta reglurnar verða sektaðir. Það skiptir engum toga hvort nemendurnir noti símann eða ekki. Allir sem mæta með síma skólann verða sektaðir.

Þrátt fyrir að Tajikistan sé talið vera fátækasta ríki Mið-Asíu þá eru farsímanotendur í landinu um 3,2 milljónir, en alls búa sjö milljónir í landinu.

Auk farsímabannsins þá hefur Imomali Rakhmon, forseti landsins, ákveðið að nemendur í skólum landsins skuli ganga í skólabúningum og þá hefur hann einnig bannað nemendunum að ferðast til og frá skólanum í einkabifreiðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar