Farsímar bannaðir

Farsímar eru ekki leyfðir í skólum í Tajikistan frá og …
Farsímar eru ekki leyfðir í skólum í Tajikistan frá og með deginum í dag. Reuters

Yf­ir­völd í Mið-Asíu­rík­inu Tajikist­an hafa bannað öll­um nem­end­um, allt frá grunn­skóla­börn­um til há­skóla­stúd­enta, að nota farsíma í skól­un­um. Þetta er gert í þeim til­gangi að efla og bæta mennt­un­ina.

„Það er gripið til þess­ara aðgerða til að auka gæði kennsl­unn­ar í skól­un­um,“ seg­ir emb­ætt­ismaður­inn Dodik­hudo Saimut­d­in­ov að lok­inni at­kvæðagreiðslu í þing­inu.

Þeir sem brjóta regl­urn­ar verða sektaðir. Það skipt­ir eng­um toga hvort nem­end­urn­ir noti sím­ann eða ekki. All­ir sem mæta með síma skól­ann verða sektaðir.

Þrátt fyr­ir að Tajikist­an sé talið vera fá­tæk­asta ríki Mið-Asíu þá eru farsíma­not­end­ur í land­inu um 3,2 millj­ón­ir, en alls búa sjö millj­ón­ir í land­inu.

Auk farsíma­banns­ins þá hef­ur Imom­ali Rak­hmon, for­seti lands­ins, ákveðið að nem­end­ur í skól­um lands­ins skuli ganga í skóla­bún­ing­um og þá hef­ur hann einnig bannað nem­end­un­um að ferðast til og frá skól­an­um í einka­bif­reiðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu upp í ermarnar á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu upp í ermarnar á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir