Ungir milljarðarmæringar hafa tapað þriðjungi auðæfa sinna

Albert von Thurn und Taxis. Ungur og vellauðugur.
Albert von Thurn und Taxis. Ungur og vellauðugur.

Yngstu milljarðarmæringar heims hafa glatað um þriðjungi auðæfa sinna, að því er fram kemur á lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims.

Nettóvirði milljarðamæringa, sem eru 40 ára og yngri, er 2,9 milljarðar dala að meðaltali. Þetta er 30% samdráttur miðað við síðasta ár.

Yngsti milljarðarmæringurinn er þýski piparsveinninn og prinsinn Albert von Thurn und Taxis. Hann er sagður eiga um 2,1 milljarð dala. Hann er aðeins 25 ára gamall.

Auðæfi hans minnkuðu um 10% af völdum efnahagskreppunnar.

Þeir næstu á listanum yfir yngstu milljarðarmæringa heims eru stofnendur Google þeir Sergey Brin, sem er 35 ára, og Larry Page, sem er 36 ára. Þeir eru hins vegar mun ríkari, en þeir eru sagðir eiga um 12 milljarða hvor. Skv. Forbes eru þeir auðugastir af milljarðarmæringunum ungu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar