Grófu sig út í frelsið með naglaklippum

Ekki fylgir sögunni hvort fangarnir hafi verið með vel snyrtar …
Ekki fylgir sögunni hvort fangarnir hafi verið með vel snyrtar neglur eður ei.

Sex kanadískum föngum tókst að brjótast út úr fangelsi með því að grafa sig í gegnum vegg með naglaklippum og öðrum heimtilbúnum tólum. Samfangar þeirra skýldu þeim á meðan þeir unnu við gröftinn. Þeim tókst á endanum að grafa sig að útvegg sem þeim tókst svo að klifra yfir.

Lögreglan hefur hins vegar haft hendur í hári mannanna. Fangarnir segja að þeim hefði aldrei dottið í hug að þetta myndi takast. Í rauninni hafi þeir aðeins byrjað á þessu til að drepa tímann.

Í nýrri skýrslu kanadískra yfirvalda er að finna yfir 20 ábendingar um úrbætur, sem er ætlað að efla öryggisgæsluna í Regina-fangelsinu í Saskatchewan.

Farið er yfir það hvernig föngunum tókst að sleppa út í frelsið sl. sumar.

Þar segir m.a. að rannsakendurnir geti sæst á það að fangarnir, sem sluppu, hafi getað blekkt nokkra fangaverði. Hins vegar geti þeir ekki sætt sig við það að heill hópur fanga hafi náð að blekkja a.m.k. 87 starfsmenn fangelsisins, og hluti fanganna hafi svo náð að flýja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka