Frakkar heiðra hermann sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni

Henry Allingham er elsti maður Bretlands, 112 ára að aldri.
Henry Allingham er elsti maður Bretlands, 112 ára að aldri. Reuters

Frakkar heiðruðu í dag elsta núlifandi hermann sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Bretinn Henry Allingham, sem er 112 ára gamall og jafnframt elsti maður Bretlands, hlaut hina frönsku fálkaorðu (Legion d'Honneur). Hann segist vonast til þess að engin stríð verði háð í framtíðinni.

Það var sendiherra Frakka í Bretlandi, Maurice Gourdault-Montagne, sem veitti Allingham viðurkenninguna fyrir að stuðla að friði.

„Ég vona að það verði aldrei aftur stríð. Það verði ein stór þjóð,“ sagði hann við athöfn sem fór fram í franska sendiráðinu í London. „Þetta er sorgarsaga sem maður getur ekki gleymt,“ sagði hann jafnfram um fyrri heimsstyrjöldina.

„Ég er svo glaður yfir því að fá að vera með ykkur í dag,“ bætti hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar