Kleópatra af afrískum uppruna

Kleópatra var sögð kvenna fegurst.
Kleópatra var sögð kvenna fegurst. AP

Ný fornleifarannsókn bendir til þess að móðir Kleópötru, síðasta faraós Egyptalands, hafi verið af afrískum uppruna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Hópur undir stjórn austurríska fornleifafræðingsins Hilke Thuer telur sig hafa fundið grafhýsi Arsinoe,systur Kleópötru í Ephesus í Tyrklandi. Þykir höfuðlag  líkamsleifanna sem þar fundust benda til þess að móðir systranna hafi verið af afrískum uppruna.

 „Það er einstakt í lífi fornleifafræðings að finna grafhýsi og höfuðkúpu einstaklings sem tilheyrði Ptolemaic veldinu,” segir hún. 

„Kleópatra, Júlíus Sesar, Markús Antoníus, þau eru öll sögupersónur,” segir fornleifafræðingurinn Neil Oliver, sem fjallar um málið í nýrri heimildarmynd BBC um Kleópötru.

„Það er næstum ómögulegt að hugsa um þau sem raunverulegar persónur en ekki þjóðsagnapersónur í túlkun Richard Burton og  Elizabeth Taylor. Það er eins og að fá vatnsgusu í andlitið að reka sig á að þau hafi verið raunverulegar persónur. Þegar ég stóð á rannsóknarstofunni og handlék líkamsleifar systur Kleópötru, vitandi það að hún snerti Kleópötru og jafnvel Júlíus Sesar og Markús Antoníus, fann ég hárin rísa aftan á hálsinum á mér.”   

Vitað er að systurnar voru afkomendur hershöfðingja frá Makedóníu, sem náði völdum í Egyptalandi í kjölfar valdatíðar Alexanders mikla. Ekkert er hins vegar vitað um móður þeirra.  

Kleópatra er sögð hafa átt í ástarsambandi við Júlíus Sesar Rómarkeisara. Hún giftist síðar Markúsi Antoníus og er sögð hafa fengið hann til að drepa systur sína, Arsinoe.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir